fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Pressan

Börnunum var haldið föngnum í „hryllingshúsinu“ – Nú leysa þau frá skjóðunni

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. nóvember 2021 05:59

Hér eru foreldrarnir með barnahópnum. Mynd:Facebook/David-Louise Turpin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir tveimur árum voru David og Louise Turpin dæmd í ævilangt fangelsi fyrir að hafa haldið 13 börnum sínum föngnum á heimili sínu. Þau játuðu að hafa svipt börnin frelsi og að hafa pyntað þau. Upp komst um málið þegar ein dóttirin, hin 17 ára Jordan, flúði út um glugga og hringdi í neyðarlínuna.

Öll börnin voru vannærð en þau voru á aldrinum tveggja til 29 ára. Jordan var svo vannærð að lögreglumennirnir, sem komu á vettvang, héldu að hún væri bara tíu ára. Nú hefur Jordan tjáð sig opinberlega um þann hrylling sem börnin bjuggu við. Það gerði hún í viðtali við Dianw Sawyer sem verður sjónvarpað 19. nóvember.

Í viðtalinu segir Jordan að börnin hafi margoft verið við dauðans dyr og að rétt áður en hún flúði út um gluggann hafi hún talið að nú væri stundin runnin upp. „Ef eitthvað hefði komið fyrir mig þá veit ég að að hefði að minnsta kosti dáið við að reyna,“ segir hún.

Þegar lögreglumenn fóru inn á heimilið fundu þeir börnin, vannærð og skítug. Sum voru hlekkjuð föst við rúmin sín. Þegar foreldrarnir refsuðu börnunum voru þau lamin, tekin kyrkingartaki og hlekkjuð föst við rúmin mánuðum saman. Þau fengu ekki að fara á klósettið allan þann tíma.

Foreldrarnir voru dæmdir í ævilangt fangelsi. Mynd:Facebook/David-Louise Turpin

„Mamma tók mig einu sinni svo miklu kyrkingartaki að ég hélt að ég myndi deyja,“ segir Jordan í viðtalinu.

Systir hennar, sem kemur einnig fram í viðtalinu, segir að eina lýsingin sem hún geti gefið á heimilinu sé helvíti. „Foreldrar mínir sviptu mig lífinu en nú tek ég það aftur,“ segir hún.

Börnin fengu aðeins eina máltíð á dag og fengu bara að fara í sturtu einu sinni á ári. Foreldrarnir bökuðu kökur en leyfðu börnunum ekki að borða þær og þau keyptu leikföng sem börnin máttu ekki snerta og var þeim refsað ef þau gerðu það. Allt var þetta liður í pyntingum þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Í gær

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi