Öll börnin voru vannærð en þau voru á aldrinum tveggja til 29 ára. Jordan var svo vannærð að lögreglumennirnir, sem komu á vettvang, héldu að hún væri bara tíu ára. Nú hefur Jordan tjáð sig opinberlega um þann hrylling sem börnin bjuggu við. Það gerði hún í viðtali við Dianw Sawyer sem verður sjónvarpað 19. nóvember.
Í viðtalinu segir Jordan að börnin hafi margoft verið við dauðans dyr og að rétt áður en hún flúði út um gluggann hafi hún talið að nú væri stundin runnin upp. „Ef eitthvað hefði komið fyrir mig þá veit ég að að hefði að minnsta kosti dáið við að reyna,“ segir hún.
Þegar lögreglumenn fóru inn á heimilið fundu þeir börnin, vannærð og skítug. Sum voru hlekkjuð föst við rúmin sín. Þegar foreldrarnir refsuðu börnunum voru þau lamin, tekin kyrkingartaki og hlekkjuð föst við rúmin mánuðum saman. Þau fengu ekki að fara á klósettið allan þann tíma.
„Mamma tók mig einu sinni svo miklu kyrkingartaki að ég hélt að ég myndi deyja,“ segir Jordan í viðtalinu.
Systir hennar, sem kemur einnig fram í viðtalinu, segir að eina lýsingin sem hún geti gefið á heimilinu sé helvíti. „Foreldrar mínir sviptu mig lífinu en nú tek ég það aftur,“ segir hún.
Börnin fengu aðeins eina máltíð á dag og fengu bara að fara í sturtu einu sinni á ári. Foreldrarnir bökuðu kökur en leyfðu börnunum ekki að borða þær og þau keyptu leikföng sem börnin máttu ekki snerta og var þeim refsað ef þau gerðu það. Allt var þetta liður í pyntingum þeirra.