fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Vísindamenn segja að Internetið geti orðið óvirkt mánuðum saman

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. nóvember 2021 05:52

Sólgos valda sólstormum. Mynd:NASA/GSFC/SDO

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn telja að við þurfum að undirbúa okkur undir þá sviðsmynd að gríðarlega öflugur sólstormur skelli á jörðinni. Það erum við ekki undirbúin fyrir en slíkur atburður getur haft miklar og alvarlegar afleiðingar fyrir okkur og meðal annars gert Internetið óvirkt mánuðum saman. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn.

Sólstormur verður þegar öflugt gos verður á sólinni með þeim afleiðingum að hún sendir mikið magn orkumikilla rafagna til jarðarinnar. Sólstormar fylgja 11 ára hringrás.

Internetleiðslur heimsins tengjast hverjar öðrum meðal annars um neðansjávarkapla. Ef þessir kaplar verða fyrir rafögnum frá sólstormi þá geta þeir orðið óvirkir og það getur tekið marga mánuði að laga þá.

„Eins og staðan er núna þá erum við ekki með neinar áætlanir um hvernig við bregðumst við ef sólstormur eyðileggur netkapla. Við erum óundirbúin,“ sagði Sangeetha Abdu Jyothi, hjá Kaliforniuháskóla, í samtali við Wired en hún stendur að baki rannsókninni.

Í raun eru það ekki sjálfir netkaplarnir sem eru í hættu heldur svokallaðir „boosters“ sem halda netsambandinu stöðugu og góðu á þeim löngu leiðum sem merki eru flutt en oft eru netkaplarnir mörg þúsund kílómetra langir. Þeir eru mjög viðkvæmir fyrir rafögnum frá sólstormi. Þeim mun lengri sem netkaplar eru, þeim mun viðkvæmari eru þeir og „boosters“ fyrir sólstormum því það þarf fleiri „boosters“ til að tryggja gagnaflutning um kaplana. Þessir „boosters“ þurfa rafmagn og því hafa rafmagnskaplar verðið lagðir við hlið netkaplanna til að tryggja þeim straum. Þessir rafmagnskaplar geta eyðilagst í sólstormi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina