fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

„Þetta voru eðlislæg viðbrögð en ég hristi þetta af mér og klippti á naflastrenginn“ – Fengu rangt barn

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. nóvember 2021 07:07

Daphna og Alexander Cardinale.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um leið og Alexander Cardinal sá nýfædda dóttur sína í fyrsta sinn vissi hann að eitthvað var ekki eins og það ætti að vera. „Þetta voru eðlislæg viðbrögð en ég hristi þetta af mér og klippti á naflastrenginn,“ sagði hann í samtali við People um þetta en það sem stakk hann svona var að hann sá engan svip með nýfæddu stúlkunni og sjálfum sér eða eiginkonu sinni, Daphna.

People, Los Angelse Times og BBC fjölluðu nýlega um málið. „Ef við hefðum ekki farið í glasafrjóvgun þá hefði ég bara hrist þetta af mér og hugsað: „Hún lítur bara svona út og þannig er það.“ En af því að við fórum í glasafrjóvgun sóttu myrkar hugsanir á mig,“ sagði hann.

Daphna var ekki sama sinnis og Alexander í upphafi. „Hún leit allt öðruvísi út en við. En mér fannst hún svo kunnugleg af því að ég hafði borið hana undir belti í níu mánuði og komið henni í heiminn,“ sagði hún.

Fjölskylda og vinir hjónanna tóku eftir því að stúlkan líktist foreldrum sínum ekki neitt og því ákváðu hjónin, sem eru búsett í Los Angeles, að láta gera DNA-rannsókn til að fá úr þessu skorið í eitt skipti fyrir öll.

Óhætt er að segja að þeim hafi brugðið í brún þegar svarið kom því niðurstaðan var að stúlkan væri algjörlega óskyld þeim. Tilfinning Alexander reyndist því á rökum reist.

Í ljós að á frósemisstofunni, þar sem hjónin höfðu fengið aðstoð, höfðu verið gerð skelfileg mistök. Frjóvgað egg úr Daphna hafði verið sett í leg annarrar konu og Daphna hafði fengið frjóvgað egg hennar í leg sitt.

Í þrjá mánuði ólu pörin upp börn hvors annars eða þar til mistökin uppgötvuðust og þau höfðu upp á hvort öðru með aðstoð frjósemisstofunnar.

„Þetta hefur breytt okkur. Þetta er enn dagleg barátta og það verður þannig áfram,“ sagði Daphna í samtali við People.

Í ljós kom að aðeins var um tíu mínútna akstur á milli heimila paranna. Þau ákváðu að hittast og eftir nokkurn tíma og miklar hugleiðingar ákváðu þau að skiptast á börnum þannig að börnin myndu alast upp hjá líffræðilegum foreldrum sínum. Börnin fæddust með viku millibili.

„Það er engin kennslubók um svona. Það er enginn sem getur veitt þér ráð. Þannig að við leystum þetta með því að þjappa okkur saman öll fjögur og það hefur reynst vel að við hugsum öll eins um þetta. Við höfum eytt öllum fríum okkar saman eftir þetta svo við höfum sameinað fjölskyldurnar,“ sagði Alexander.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Í gær

Lauflétt ráð til að sofna hraðar

Lauflétt ráð til að sofna hraðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í