fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Pressan

„Stjórnstöð“ Donald Trump á frægu hóteli í Washington – Hvað fór fram þar?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 1. nóvember 2021 05:59

Willard hótelið. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá 18. desember 2020 og fram til 6. janúar á þessu ári hafðist fámennur hópur hörðustu stuðningsmanna Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, við í nokkrum svítum á hinu fræga Willard hóteli í Washington. Nýjar upplýsingar hafa varpað smávegis ljósi á hvað fór fram í þessum svítum sem hafa verið nefndar „stjórnstöðin“.

Washington Post birti nýlega frétt um málið þar sem ákveðnu ljósi var varpað á „stjórnstöðina“ tilgang hennar og hverjir voru þar en mörgu en þó enn ósvarað.  Fram kemur að forsetaframboð Trump hafi greitt 55.295 dollara fyrir svíturnar. Þær liggja saman og virðast hafa verið notaðar undir vinnu grjótharðra stuðningsmanna Trump við að hrinda áætlun hans sum að koma í veg fyrir að lögmætar niðurstöður forsetakosninganna í nóvember yrðu viðurkenndar.

Markmiðið var að grípa til aðgerða sem myndu ýta Joe Biden, sem sigraði í kosningunum, út á pólitískt hliðarspor sem myndi gera honum ókleift að taka við embætti forseta. Þetta var vel undirbúin en um leið hættuleg áætlun. En hún átti að tryggja að Trump gæti áfram setið í Hvíta húsinu.

Margt er enn óljóst í þessu máli en þó er vitað að Trump og stuðningsmenn hans áttu annríkt dagana fyrir árásina á þinghúsið þann 6. janúar en þá átti þingið að staðfesta niðurstöður kosninganna. Það er venjulega bara formsatriði en eins og blaðamennirnir Bob Woodward og Robert Costa skýrðu frá í haust þá reyndi Trump að koma í veg fyrir staðfestinguna með því að beita varaforseta sinn, Mike Pence, miklum þrýstingi. Þetta gerði hann á grunni minnisblaðs, sem var skrifað af John Eastman, sem er íhaldssamur prófessor í lögum. Að mati Eastman gat varaforsetinn breytt niðurstöðu kosninganna með því að sleppa því að taka atkvæði sjö ríkja með í talningu kjörmanna. Í þessum ríkjum voru uppi mismunandi skoðanir um hver sigraði í kosningunum.

Washington Post segir að Eastman hafi verið hluti af þeim hóp sem var í „stjórnstöðinni“. Í byrjun janúar byrjaði hópurinn að hringja í fólk í mörgum ríkjum Bandaríkjanna, þar á meðal í þeim sjö sem Eastman nefndi í minnisblaði sínu, til að reyna að sannfæra fólkið um að kosningasvindl hefði átt sér stað.

Blaðið segir að Steve Bannon, fyrrum aðalráðgjafi Trump, hafi einnig verið í „stjórnstöðinni“ og tekið þátt í vinnunni sem þar fór fram. Það sama á við um Rudi Giuliani, lögmann Trump. En öll þessi vinna skilaði ekki þeim árangri sem vænst var því þann 5. janúar hafnaði Pence því að hnekkja úrslitum kosninganna. Hann taldi að rök Eastman og Trump væru einfaldlega of veik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hann skildi ekki af hverju móðir hans hvarf alltaf í nokkra tíma á aðfangadagskvöld – Síðan kom bréfið

Hann skildi ekki af hverju móðir hans hvarf alltaf í nokkra tíma á aðfangadagskvöld – Síðan kom bréfið
Pressan
Í gær

Hér borðar fólk skyndibita á aðfangadagskvöld – „Ég held nánast að það sé bara í eðli okkar“

Hér borðar fólk skyndibita á aðfangadagskvöld – „Ég held nánast að það sé bara í eðli okkar“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Regluleg neysla á dökku súkkulaði gæti minnkað líkurnar á sykursýki 2

Regluleg neysla á dökku súkkulaði gæti minnkað líkurnar á sykursýki 2
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skógarbjörn varð 58 ára föður og afa að bana í furðulegu slysi

Skógarbjörn varð 58 ára föður og afa að bana í furðulegu slysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta áttu aldrei að geyma í fataskápnum

Þetta áttu aldrei að geyma í fataskápnum