Talið er að um einu stærstu lögregluaðgerð sögunnar gegn glæpagengjum, sem sérhæfa sig í bankaránum, sé að ræða í Brasilíu. Á síðustu árum hefur bankaránum, framin af þungvopnuðum glæpagengjum, fjölgað mikið í landinu.
Fyrir tveimur mánuðum var bankarán framið nærri Varginha og komst það í heimsfréttirnar því ræningjarnir notuðu sprengiefni og tóku gísla. Suma þeirra bundu þeir við bíla sína og notuðu þannig sem lifandi skildi.
Í aðgerðinni á sunnudaginn réðst lögreglan til atlögu við tvo sveitabæi þar sem meðlimir gengisins héldu til. Til skotbardaga kom og féllu 25 ræningjar.