fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

4.200 herbergi á stúdentagörðum verða gluggalaus – Arkitekt segir upp

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 1. nóvember 2021 07:00

Hér sjást nokkrar af byggingum Kaliforníuháskóla í Santa Barbara. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Munger Hall er nýr risastór stúdentagarður fyrir stúdenta við Kaliforníuháskóla. Þar verða herbergi fyrir 4.500 stúdenta en 4.200 þeirra eru gluggalaus. Að auki eru herbergin lítil. Stúdentagarðurinn er í Santa Barbara og hefur sætt mikilli gagnrýni. Einn arkitekt hefur sagt upp störfum í mótmælaskyni við bygginguna sem kostar sem svarar til tuga milljarða íslenskra króna.

Santa Barbara Independent segir að arkitektinn, Dennis McFadden, hafi verið ráðgjafi Kaliforníuháskóla síðustu 15 árin en nú hafi hann sagt upp. Í uppsagnarbréfi hans segir hann að hann geti ekki stutt byggingu stúdentagarðsins út frá „sjónarhorni arkitekts, foreldris og manneskju“.

Munger Hall stendur við Kyrrahafið og er meira að segja með eigin strönd en íbúarnir þurfa ekki að vonast eftir sjávarsýn eða öðru útsýni úr herbergjum sínum, að minnsta kosti fæstir þeirra. Byggingin er 11 hæðir og þar verða lítil gluggalaus herbergi í boði fyrir 4.200 stúdenta en 300 heppnir geta fengið herbergi með glugga.

Í uppsagnarbréfi McFadden segist hann hafa „áhyggjur“ af áætlununum um byggingu stúdentagarðsins því algjörlega sé horft framhjá staðfestum áhrifum eðlilegrar birtu og hreins lofts á andlega og líkamlega vellíðan fólks. Hann bendir einnig á að svo þétt verði „byggðin“ í Munger Hall að hún verði nálægt því sem er í Dhaka, höfuðborg Bangladess, sem er ein þéttbýlasta borg heims.

Maðurinn á bak við bygginguna er amatörarkitektinn og milljarðamæringurinn Charlie Munger sem er hægri hönd milljarðamæringsins Warren Buffett í fjárfestingafyrirtækinu Berkshire Hathaway. Hann hefur gefið sem nemur 26 milljörðum íslenskra króna til verksins gegn því skilyrði að teikningu hans verði fylgt nákvæmlega.

Munger, sem er 97 ára, gefur ekki mikið fyrir gagnrýni McFadden en hann er mjög meðvitaður um að hann á sér ekki marga aðdáendur meðal arkitekta. Washington Post segir að hann hafi sagt hefðbundinn arkitektúr vera „einstaklega heimskulegan“. Hann segist nálgast hönnun bygginga með sama hætti og fjárfestingar: „Með gríðarlegri rökhyggju.“

CNN Business hefur eftir Munger að hann hafi viljað að herbergin væru agnarsmá og gluggalaus til að ýta á að stúdentarnir eyði sem mestum tíma í sameiginlegum rýmum byggingarinnar með öðrum stúdentum.  Reiknað er með að byggingin verði tekin í notkun 2025.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið