fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Hræðilegt mál skekur Spán – Hinn 9 ára Álex var bara að leika sér í hrekkjavökubúningnum sínum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. nóvember 2021 06:06

Minningarstund um Álex. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að kvöldi 28. október var Álex, 9 ára spænskur drengur, að leik á leikvelli nærri heimili sínu í bænum Logrono.  Hann var heillaður af hrekkjavökunni og var í búningnum sínum sem hann ætlaði að klæðast á sjálfri hrekkjavökunni. En því náði hann ekki.

Um langa hríð höfðu íbúar í bænum varað lögregluna við „manninum á leikvellinum“ en hann hafði margoft reynt að lokka börn með upp í íbúðina sína sem er nærri leikvellinum. En lögreglan tók þessum ábendingum ekki alvarlega og á endanum gerðist það sem mátti alls ekki gerast.

Maðurinn var á leikvellinum þetta kvöld og gaf sig að Álex á þeim stutta tíma sem móðir hans var ekki til staðar. Maðurinn, sem er 54 ára og heitir Francisco Javier Almeida, náði að lokka Álex með sér upp í íbúð sína. Vinir Álex gerðu fullorðnum á svæðinu strax viðvart um að Álex hefði farið með Almeida. Nokkrir fullorðnir, þar á meðal móðir Álex, flýttu sér því heim til Almeida.

Í stigaganginum mætti þeim hryllileg sjón. Fyrir framan íbúð Almeida sat hann með Álex í fanginu. Álex var líflaus. Almeida hafði kyrkt hann skömmu áður. Álex hafði greinilega barist á móti en réði ekki við fullorðinn manninn.

Lögreglan kom fljótlega á vettvang og handtók Almeida. Þá hafði fjöldi fólks safnast á staðinn og gerði hróp og aðsúg að lögreglunni. Fólkið gat einfaldlega ekki fyrirgefið lögreglunni að hafa ekki tekið mark á aðvörunum um að Almeida hefði oft reynt að lokka börn með sér af leikvellinum.

En reiði fólks átti bara eftir að vaxa því næstu daga skýrðu spænskir fjölmiðlar frá hryllilegri fortíð Almeida. Saga hans nær allt aftur til 1989 en þá lokkaði hann 13 ára stúlku með sér heim og batt hann hana við stól. Hann var síðan nærri því búinn að kyrkja hana á meðan hann fróaði sér yfir hana. Hann var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir þetta en þegar hann losnaði út sýndi hann á sér enn skelfilegri hlið.

Almeida leiddur inn í dómhús. Mynd:EPA

 

 

 

 

 

 

 

1998 þóttist hann vera að leita að íbúð til kaups og mælti sér mót við fasteignasalann María del Carmen López. En hann hafði ekki í hyggju að kaupa íbúð. Þegar López var að sýna honum íbúð og þau fóru inn í svefherbergið dró hann upp hníf. Hann neyddi López niður í rúmið, skar hana margoft með hnífnum og nauðgaði henni. Að því loknu stakk hann hana í hjartað og lést hún við það.

Í ljósi þessara mála spyrja margir Spánverjar sig nú hvernig geti staðið á því að Almeida gekk laus?

Hann var dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir morðið á López en var látinn laus til reynslu í apríl á síðasta ári en þá hafði hann afplánað 22 ár af dómnum. Á meðan á afplánuninni stóð og í viðtölum, vegna umsóknar hans um reynslulausn, kom hann vel fyrir og því þótti forsvaranlegt að láta hann lausan.

Það skilyrði fylgdi þó reynslulausninni að yfirvöld áttu að fylgjast náið með honum en nú hefur komið fram að það var misbrestur á því. Til dæmis hafði lögreglunni ekki verið tilkynnt að hann væri fluttur til Logrono. Spánverjar ræða því mikið þessa dagana hvernig á að meðhöndla svona hættulegt fólk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans