fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Pressan

Sóttvarnaaðgerðir hertar víða um Evrópu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. nóvember 2021 06:59

Verður Evrópa jaðarsett? Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í mörgum Evrópuríkjum eru nú að herða sóttvarnareglur þar sem heimsfaraldur kórónuveirunnar er á mikilli siglingu í álfunni, svo mikilli að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO segir að enn á ný sé Evrópa orðin miðpunktur faraldursins. Fyrir helgi sagði svæðisstjóri WHO í Evrópu að  hætta væri á að 500.000 Evrópubúar láti lífið af völdum veirunnar fram í febrúar.

Í Austurríki mega óbólusettir ekki lengur fara á veitingastaði, í klippingu og á stóra viðburði í Vín. Nú mega aðeins bólusettir og þeir sem hafa jafnað sig á smiti sækja slíka staði í höfuðborginni. Sýnataka veitir sem sagt ekki aðgang að þessum stöðum

Í Búlgaríu mega óbólusettir ekki fara á veitingastaði og bari.

Í Lettlandi hefur þingið samþykkt lög sem heimila atvinnurekendum að senda óbólusett starfsfólk heim ef það vill ekki láta bólusetja sig gegn veirunni. Samkvæmt lögunum þarf ekki að greiða fólkinu laun á þessum tíma. Eftir ákveðinn tíma má segja starfsfólkinu upp eða gera kröfu um að það vinni heima hjá sér.

Í Danmörku hefur ekki enn verið gripið til sóttvarnaaðgerða en engar slíkar aðgerðir eru í gildi eins og er. Þó má vænta þess að gripið verði til einhverra aðgerða nú í vikunni. Í gærkvöldi skrifaði Mette Frederiksen, forsætisráðherra, á Facebook og Twitter að hún sjái ekki annað í stöðunni en að grípa þurfi til aðgerða til að rjúfa smitkeðjuna. Á milli 2.000 og 3.000 smit hafa greinst á dag síðustu fjóra daga. Vöxturinn í faraldrinum hefur síðustu daga orðið til þess að þeim hefur fjölgað þrefalt sem mæta daglega til að fá fyrsta skammtinn af bóluefni gegn veirunni skæðu.

Í Grikklandi þurfa óbólusettir launþegar að fara í sýnatöku tvisvar í viku til að fá að mæta til vinnu. Starfsfólki í heilbrigðiskerfinu og í umönnunarstörfum tengdum eldra fólki hefur verið gert skylt að láta bólusetja sig.

Í Þýskalandi var met slegið hvað varðar fjölda smita á einni viku en síðustu vikuna greindust 171.717 smit samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum. Smittíðnin er nú 201,1 smit á hverja 100.000 íbúa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?