fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Pressan

Matarverð hefur hækkað um 30% á heimsvísu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. nóvember 2021 08:00

Úkraína er meðal stærstu kornframleiðenda heims.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matarverð hefur hækkað mikið á heimsvísu að undanförnu og hefur ekki verið hærra í rúman áratug að sögn FAO, Matvælastofnunar SÞ. Ástæðan er mikil eftirspurn og uppskerubrestur víða um heim.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að verð hafi hækkað í október og hafi það verið þriðja mánuðinn í röð sem verðið hækkaði. Nam hækkunin á milli mánaða 3%. Hækkanir á grænmetisolíu og hveiti eiga mestan þátt í hækkunum.

FAO Food Price Index fylgist með mánaðarlegum breytingum á matarverði. Á síðustu 12 mánuðum hefur vísitalan hækkað um rúmlega 30% og hefur ekki verið hærri síðan í júlí 2011 að sögn FAO.

Verð á hveiti hefur hækkaði um 5% í október vegna minni uppskeru í Rússlandi, Bandaríkjunum og Kanada. Einnig hækkaði verð á hrísgrjónum maís og byggi. Einnig hækkaði verð á pálmaolíu, sólblómaolíu og repjuolíu.

FAO segir að aukin eftirspurn sé á heimsvísu eftir vörum á borð við mjólk, kjúklingum, grænmetisolíum og byggi.

Öfgakennt veðurfar, erfiðleikar við flutninga, skortur á vinnuafli og hækkandi verð á ýmsu veldur þrýstingi á matvælabirgðir og verð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ótrúleg saga furðufuglsins sem var ranglega sakaður um tilraun til forsetamorðs

Ótrúleg saga furðufuglsins sem var ranglega sakaður um tilraun til forsetamorðs
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svona mikið dökkt súkkulaði er hægt að borða áður en neyslan verður óholl

Svona mikið dökkt súkkulaði er hægt að borða áður en neyslan verður óholl