Það var Donald Trump, fyrrum forseti, sem bannaði komu ferðamanna frá mörgum ríkjum á upphafsstigum heimsfaraldursins.
Sky News segir að flugfélög hafi nú bætt við flugi til Bandaríkjanna til að mæta eftirspurn.
Ferðamenn verða að hafa lokið bólusetningu með bóluefni sem er viðurkennt til neyðarnotkunar af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO eða af bandarísku lyfjastofnuninni FDA. Þessi bóluefni eru: AstraZeneca, BIBP/Sinopharm, Covishield, Janssen, Moderna, Pfizer/BioNTech og Sinovac.
Aðeins þeir sem eru bandaríski ríkisborgarar, hafa fasta búsetu í Bandaríkjunum og börn yngri en 18 ára eru undanþegin bólusetningarkröfunni. Óbólusett fólk verður að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr sýnatöku við komuna til Bandaríkjanna og má hún ekki vera eldri en sólarhrings gömul.