fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Þetta er Homo bodoensis

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 6. nóvember 2021 18:30

Homo bodoensis. Teikning:Ettore Mazza

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hafa svipt hulunni af nýrri tegund forfeðra okkar og hefur hún fengið heitið Homo bodoensis. Tegundin bjó í Afríku fyrir um hálfri milljón ára. Talið er að við nútímamennirnir séum beinir afkomendur þessarar tegundar.

Nafn tegundarinnar, bodoensis, er tilkomið vegna höfuðkúpu sem fannst í Bodo D‘ar í Eþíópíu. Independent skýrir frá þessu.

Ísöld ríkti þegar þessi tegund var uppi en vísindamenn segja að þetta tímabil sé mjög mikilvægt í sögu mannkyns því á því kom nútímamaðurinn, Homo sapiens, fram á sjónarsviðið en hann er nánasti ættingi okkar núlifandi manna en við erum af tegundinni Homo sapiens sapiens. Einnig kom Neanderdalsmaðurinn fram á sjónarsviðið í Evrópu á þessum tíma.

Fornleifafræðingar hafa þó sagt þetta tímabil vera „grautinn í miðjunni“ því svo margt er óljóst um þróun manna á þessum tíma miðað við þá steingervinga sem fundist hafa. Nýja tegundin kemur í staðinn fyrir tvær tegundir, Homo rhodesiensis og Homo heildelbergensis, sem hverfa af sjónarsviðinu með tillögu vísindamannanna um að Homo bodoensis verði tekin í tölu manntegunda.

Í nýrri rannsókn var hulunni svipt af Homo bodoensis. Aðalhöfundur rannsóknarinnar, Mirjana Roksandic hjá University of Winnipeg í Kanada, segir að erfitt hafi verið að ræða um þróun manna á þessum tíma vegna skorts á nákvæmum hugtökum sem gera ráð fyrir landfræðilegum fjölbreytileika manna.

Samkvæmt nýju skilgreiningunni þá nær Homo bodoensis yfir flesta menn frá Afríku og suma frá suðaustanverðri Evrópu á þessum tíma en margir frá Evrópu falla undir flokk Neanderdalsmanna.

Christopher Bae, meðhöfundur rannsóknarinnar, sagði að með því að kynna Homo bodoensis til sögunnar sé stefnt að því að leysa ákveðinn vanda og auðvelda skýr samskipti um þennan mikilvæga tíma í þróun manna.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Evolutionary Anthropology Issues News and Reviews.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Í gær

Lauflétt ráð til að sofna hraðar

Lauflétt ráð til að sofna hraðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í