fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Telja sig hafa fundið plánetu utan Vetrarbrautarinnar

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 6. nóvember 2021 15:30

M52. Mynd:NASA/CXC/M. Weiss

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnufræðingar telja sig hafa fundið plánetu utan Vetrarbrautarinnar sem við búum í. Ef rétt reynist þá er þetta fyrsta plánetan sem finnst utan Vetrarbrautarinnar.

Vísindamenn eru almennt mjög vissir um að plánetur sé að finna utan Vetrarbrautarinnar en enn sem komið eru það bara kenningar, það á eftir að sanna þær.

En nú hafa vísindamenn með aðstoð sérstakrar tækni borið kennsl á það sem þeir telja vera plánetu í vetrarbrautinni M51. Hún er í að minnsta kosti 28 milljóna ljósára fjarlægð frá Vetrabrautinni. Eitt ljósár er um 9,5 trilljónir kílómetra svo þetta er enginn smá spotti.

M51 og kassi utan um staðsetningu plánetunnar. Mynd:ESA

Við leit að plánetunni notuðu stjörnufræðingar bestu sjónauka bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA og þeirrar evrópsku, ESA. Þeir mæla röntgengeisla úr geimnum og var leitin byggð á þeim. Sjónaukunum var beint að M51 vetrarbrautinni og fylgst með þegar magn röntgengeisla dróst mikið saman. Þá fór stjörnufræðingana að gruna að það gæti verið vegna plánetu. Kenningin gengur út á að hún hafi farið inn fyrir sjónarsvið sjónaukanna og þannig lokað á hluta geislanna.

Stjörnufræðingarnir telja sig vita að ef um plánetu er að ræða þá sé hún á stærð við Satúrnus. Hún er á braut um stjörnuna sína í 10 sinnum meiri fjarlægð en er á milli sólarinnar okkar og jarðarinnar. Það tekur hana 70 ár að fara einn hring um stjörnuna sína. Hún verður fyrir miklu magni röntgengeisla frá stjörnunni sinni og væri því óbyggileg fyrir okkur jarðarbúa.

Þar sem það tekur plánetuna 70 ár að fara einn hring um stjörnuna sína þá geta vísindamenn ekki gert nýjar rannsóknir, til að staðfesta tilvist hennar, á næstunni. Það verður að bíða í 70 ár. Þeir slá því ákveðnum varnagla við kenningu sinni og segja aðeins að ekki hafi fundist önnur skýring á þessu fyrirbæri.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í vísindaritinu Nature.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar
Pressan
Í gær

Ef þú ert í þessum blóðflokki, eru meiri líkur á að þú varðveitir æskuljómann lengi

Ef þú ert í þessum blóðflokki, eru meiri líkur á að þú varðveitir æskuljómann lengi
Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim