fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

„Þetta er lögreglan. Vopnaðir glæpamenn eru á leið heim til þín. Settu verðmæti í poka og út fyrir hús!“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. nóvember 2021 07:00

Mynd úr safni. Mynd: EPA-EFE/Henning Bagger DENMARK OUT

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er lögreglan. Vopnaðir glæpamenn eru á leið heim til þín. Settu verðmæti í poka og út fyrir hús!“ Eitthvað á þessa leið var sagt við 11 eldri Pólverja sem búa í Kaupmannahöfn þegar hringt var í. Pólverjarnir, sem hafa, eða höfðu að minnsta kosti, mikla trú á þvi sem kemur frá yfirvöldum þorðu ekki annað en að hlýða röddinni í símanum og flýttur sér að setja skartgripi, peninga og úr í poka og út fyrir hús. Síðan kom kona ein og sótti pokana.

Það var 39 ára pólsk kona en eins og flestir hafa væntanlega reiknað út þá er hún ekki lögreglukona. Hún var handtekin í byrjun júní og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan og hefur nú verið ákærð fyrir gróf svik og tilraunir til svika. Fórnarlömbin voru 10 konur og einn karl.

Þrjú af fórnarlömbunum féllu ekki fyrir bragði hennar og því komst upp um hana en hin fórnarlömbin létu hana fá verðmæti á bilinu frá sem svarar til um 250.000 íslenskum krónum til 13 milljóna, hver. Konan neitar sök.

Eldri kona, sem býr í Brøndby, fór verst út úr þessu en þann 25. maí var hringt í hana frá „lögreglunni“ og henni sagt að vopnaðir ræningjar væru á leið heim til hennar til að ræna hana. „Lögreglumaðurinn“ fékk hana til að segja sem svarar til um þriggja milljóna íslenskra króna í reiðufé í poka og henda út um gluggann. Því næst fór konan, eftir hvatningu frá „lögreglunni“ með leigubíl í bankann sinn í Rødovre og tók sem svarar hálfri milljón íslenskra króna í reiðufé úr bankahólfi sínu og setti í poka sem hún kastaði einnig út um glugga á íbúð sinni. Hin ákærða sótti þennan poka einnig. Ekstra Bladet skýrir frá þessu.

Lögreglan telur að hin ákærða hafi átt sér vitorðsmenn en þeir hafa ekki náðst og ekki er vitað hverjir þeir eru.

Aðferðinni hafði verið beitt að minnsta kosti 11 sinnum síðan í ágúst 2019.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni