Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu The Lancet. Samkvæmt henni þá var tíðni leghálskrabbameins 87% lægri hjá konum sem voru bólusettar á aldrinum 12 og 13 ára en hjá eldri kynslóðum. Þær sem voru bólusettar á aldrinum 14 til 16 ára voru með 62% lægri tíðni. Hjá þeim sem voru bólusettar á aldrinum 16 til 18 ára var tíðnin 34% lægri. Sky News skýrir frá þessu.
Sasieni benti á að bóluefnið veiti auk þess vernd gegn öðrum tegundum krabbameina sem vörtuveira veldur.