Samkvæmt þeim mega fyrirtæki senda þá starfsmenn, sem neita að láta bólusetja sig eða vinna að heiman, heim launalaust. Ef viðkomandi hefur ekki látið bólusetja sig í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að hafa verið sendur heim má reka hann úr starfi. Í greinargerð með lagafrumvarpinu sagði ríkisstjórnin að „ástæða sé til að ætla að einstaklingur af þessu tagi sé ekki hæfur í starfið“.
Lettland var fyrsta ESB-ríkið til að grípa til harðra sóttvarnaaðgerða í haust eftir að smitum fór að fjölga á nýjan leik. Mörg sjúkrahús í landinu eru yfirfull og hefur þurft að koma upp bráðabirgðaaðstöður fyrir COVID-19-sjúklinga í bílakjöllurum sjúkrahúsanna og á göngum þeirra.
Aðeins er búið að bólusetja 61% fullorðinna en meðaltalið í ESB er 75%.