Í samtali við Unilad sagði hann að í heimi sem einkennist af stressi og kvíða finnist fólki gott að hafa hluti í kringum sig sem gleður það og jólaskraut kalli fram sterkar tilfinningar úr æskunni. „Jólaskraut er einfaldlega aðferð til að finna leið að þeim tilfinningum af spennu og töfrum sem margir muna eftir úr æsku.
Unilad segir einnig að rannsókn hafi leitt í ljós að fólk sem setur jólaskrautið snemma upp sé glaðara en þeir sem bíða með það.
Er þá eftir neinu að bíða? Er ekki bara að grafa skrautið upp og skreyta?