fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Pressan

Svört spá um þróun kórónuveirufaraldursins í Danmörku

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 3. nóvember 2021 08:29

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kórónuveirufaraldurinn er nú í miklum vexti í Danmörku eftir að staðan hafði verið mjög stöðug vikum saman. Öllum sóttvarnaaðgerðum var aflétt fyrir nokkrum vikum og hélst fjöldi smita nokkuð stöðugur í nokkrar vikur en á síðustu tveimur vikum hefur sigið á ógæfuhliðina. Ný spá frá smitsjúkdómastofnun landsins um hugsanlega þróun faraldursins er ekki glæsileg.

Búið er að bólusetja um 75% þjóðarinnar en samt sem áður eru nú fleiri smitaðir af veirunni en á sama tíma á síðasta ári og það sama á við um sjúkrahúsinnlagnir, nú liggja fleiri COVID-19-sjúklingar á sjúkrahúsum en á sama tíma á síðasta ári.

Á mánudaginn greindust 1.981 smit en á sunnudaginn voru þau 1.457. Yfirlit frá smitsjúkdómastofnuninni sýnir að veiran herjar nú á alla aldurshópa og að óbólusett fólk fer síður í sýnatöku en bólusett.

Samkvæmt spá stofnunarinnar um þróun faraldursins á næstu vikum þá munu 2.000 til 4.500 smit greinast daglega í byrjun desember. Þetta er töluverð aukning frá síðustu spá sem gerði ráð fyrir 3.200 smitum að hámarki á dag. Það sama á við um innlagnir á sjúkrahús en í byrjun desember gerir stofnunin ráð fyrir að 60 til 160 COVID-19-sjúklingar verði lagðir inn á sjúkrahús daglega. Á mánudaginn voru 63 lagðir inn.

Tölurnar og spá smitsjúkdómastofnunarinnar hafa orðið til þess að margir sérfræðingar hvetja til þess að aftur verði farið að gera kröfur um notkun kórónupassa og að notkun andlitsgríma verði aftur gerð að skyldu á opinberum stöðum.

Jótlandspósturinn hefur eftir Eskild Petersen, prófessor í smitsjúkdómafræðum við Árósaháskóla, að ekkert bendi til að yfirvöld hafi stjórn á faraldrinum. Af þeim sökum eigi að byrja aftur að nota kórónupassann og andlitsgrímur. Meginmarkmiðið eigi að vera halda samfélaginu opnu, skólum, veitingastöðum, íþróttastarfsemi og vinnustöðum, og þetta sé væg aðferð til að tryggja að það sé hægt.

Fleiri sérfræðingar tóku undir orð Petersen og sögðu að tími sé til kominn að skoða að byrja aftur að gera kröfu um notkun kórónupassa og andlitsgríma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þetta áttu aldrei að hita í örbylgjuofni

Þetta áttu aldrei að hita í örbylgjuofni
Pressan
Í gær

Þessi þjóð borðar mest af súkkulaði

Þessi þjóð borðar mest af súkkulaði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Settu 25 kg ferðatösku ofan á rúmið til að halda barninu í því – Það kramdist til bana

Settu 25 kg ferðatösku ofan á rúmið til að halda barninu í því – Það kramdist til bana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Baráttuandi meðal ríkisstarfsmanna Bandaríkjanna sem ætla að verja lýðræðið – „Við eigum í stríði“

Baráttuandi meðal ríkisstarfsmanna Bandaríkjanna sem ætla að verja lýðræðið – „Við eigum í stríði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump vill senda 30 þúsund innflytjendur til Guantánamoflóa

Trump vill senda 30 þúsund innflytjendur til Guantánamoflóa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vill banna sjálfsfróun – Segir að frjóvgunarferlið hefjist þegar karlmanni rís hold

Vill banna sjálfsfróun – Segir að frjóvgunarferlið hefjist þegar karlmanni rís hold