fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Netverjar undrast – Hvaða svarta hola er þetta á Google Maps?

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 3. nóvember 2021 06:02

Hvað er þetta? Mynd:Google Maps

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þríhyrnd svört hola, sem sést á Google Maps, hefur vakið undrun margra netnotenda og þeir hafa dregið fram stækkunarglerin og smásjár sínar í leit að svari um hvað þetta sé.

Miklar umræður hafa spunnist um þetta á samfélagsmiðlinum Reddit og eru skiptar skoðanir um holuna góðu. Sumir telja að um leynilega herstöð sé að ræða, aðrir að hér sé um hlið að öðrum heimi að ræða og enn aðrir vita eiginlega ekki hvað þeir eiga að halda.

„Hvað í helvíti. Þetta líkist ekki eyju,“ skrifaði einn notandi og margir tóku undir þessa skoðun hans. Aðrir sögðust telja að um eyju væri að ræða sem af einhverri ástæðu væri haldið leyndri og hefði því verið eytt af netinu. „Þetta lítur út fyrir að hafa verið ritskoðað,“ sagði einn.

Sumir höfðu aðrar skýringar á þessu og töldu náttúrulegar orsakir geta skýrt þetta. „Þetta gæti verið neðansjávareldfjall sem veldur þessu svarta, ef það er ekki hola. En líklegast er þetta einhver bergtegund,“ skrifaði einn.

Enn aðrir fóru aðrar leiðir við að finna skýringu á þessu og sögðu þetta geta verið Bermúdaþríhyrninginn eða inngangur að holrými í jörðinni en til er fjöldi samsæriskenninga sem gengur út á að jörðin sé hol að innan.

En það eru aðrar og mun jarðtengdari skýringar á þessu fyrirbæri sem er í raun ekki svo dularfullt.

Þetta er einfaldlega eyjan Vostok sem er óbyggð og er norðaustan við Nýja-Sjáland. Hún tilheyrir lýðveldinu Kiribati.

Vostok eyja. Mynd:Google Maps
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi