fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

„Ég viðurkenni það alveg: Ég er rasisti. Hvað ætlar þú að gera í því?“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 3. nóvember 2021 07:36

Ezinne Okparaebo er ekki norsk að mati Drønnesund. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég viðurkenni það alveg: Ég er rasisti. Hvað ætlar þú að gera í því?“ Þetta skrifaði Olger Drønnesund á Facebook eftir að hafa sett spurningarmerki við hvort norski hlauparinn Ezinne Okparaebo, sem fæddist í Nígeríu en flutti til Noregs á barnsaldri, sé norsk. Drønnesund situr í bæjarstjórn í Álasundi og hafa ummæli hans vakið mikla athygli.

Ummæli hans hafa verið harðlega gagnrýnd af samtökunum Antirasistisk Senter, sem berjast gegn rasisma, og hvetja þau Pensjonistpartiet (Ellilífeyrisþegaflokkinn) til að grípa til aðgerða en Drønnesund er bæjarfulltrúi flokksins. Norska ríkisútvarpið skýrir frá þessu.

Formaður flokksins, Kurt Johnny Hæggernæs, sagði í samtali við Norska ríkisútvarpið að hann hefði ekki vitað af málinu áður en fréttamaður hafði samband við hann.

Í samtali við Norska ríkisútvarpið sagði Drønnersund að hann standi við skrif sín. Hann telji það ekki kynþáttahyggju að telja að Okparaebo, sem hefur meðal annars unnið gullverðlaun í 100 metra hlaupi á EM, sé ekki „norsk“.

„Ég spyr aftur: Er hún norsk? Mín skoðun er að hún sé ekki norsk. Það eru Pakistanarnir, sem komu 1970, heldur ekki. Þeir hafa fengið norskan ríkisborgararétt að gjöf frá svikurum,“ sagði Drønnesund.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið