Ummæli hans hafa verið harðlega gagnrýnd af samtökunum Antirasistisk Senter, sem berjast gegn rasisma, og hvetja þau Pensjonistpartiet (Ellilífeyrisþegaflokkinn) til að grípa til aðgerða en Drønnesund er bæjarfulltrúi flokksins. Norska ríkisútvarpið skýrir frá þessu.
Formaður flokksins, Kurt Johnny Hæggernæs, sagði í samtali við Norska ríkisútvarpið að hann hefði ekki vitað af málinu áður en fréttamaður hafði samband við hann.
Í samtali við Norska ríkisútvarpið sagði Drønnersund að hann standi við skrif sín. Hann telji það ekki kynþáttahyggju að telja að Okparaebo, sem hefur meðal annars unnið gullverðlaun í 100 metra hlaupi á EM, sé ekki „norsk“.
„Ég spyr aftur: Er hún norsk? Mín skoðun er að hún sé ekki norsk. Það eru Pakistanarnir, sem komu 1970, heldur ekki. Þeir hafa fengið norskan ríkisborgararétt að gjöf frá svikurum,“ sagði Drønnesund.