Ekvador glímir við mikinn efnahagsvanda en skuldir hins opinbera eru 46 milljarðar dollara en það er um helmingur af vergri þjóðarframleiðslu landsins.
Náttúruverndarsvæðið á Galapagos er um 130.000 ferkílómetrar og er eitt stærsta náttúruverndarsvæði heims.
Galapagos, sem samanstanda af nokkrum eyjum, er um 1.000 kílómetra frá Ekvador. Nafn eyjanna er dregið af risaskjaldbökum sem lifa þar. Í kjölfar ferðar Charles Darwin til eyjanna á nítjándu öld komust þær á heimskortið enda dýralífið þar mjög sérstakt. Vegna einangrunar eyjanna hefur dýralífið þar, og plöntulífið, þróast á einstakan hátt.
Lasso sagði að hugmyndin væri að stækka náttúruverndarsvæðið til norðurs og að á helmingi þess svæðis verði fiskveiðar algjörlega óheimilar.