fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Ótrúlegt mál – Húsinu hans var stolið og það selt á meðan hann var að heiman

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. nóvember 2021 06:58

Frá Englandi. Mynd:GoogleMaps

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að Bretanum Mike Hall hafi brugðið illa í brún þegar nágranni hans hringdi í hann dag einn í ágúst. hann flutti Hall ekki nein gleðitíðindi því hann sagði honum að búið væri að selja húsið hans í Luton. Það eitt og sér er ekki í frásögur færandi nema fyrir það að Hall hafði alls ekki sett húsið á sölu.

BBC skýrir frá þessu. Hall starfar sem prestur í norðurhluta Wales, í um fjögurra klukkustunda akstursfjarlægð frá Luton. Það er því ekki óalgengt að hann sé fjarverandi frá Luton um langa hríð.

Hall flýtti sér heim og við heimkomuna komst hann ekki inn í húsið. Það var búið að skipta um skrá. Húsið var tómt og hann hitti mann sem hafði verið ráðinn til að taka lóðina í gegn. Þegar þarna var komið við sögu hafði Hall fengið nóg og hringdi í lögregluna.

Skömmu síðar kom iðnaðarmaðurinn aftur og nú var faðir „nýja húseigandans“ með í för. Hann sagði Hall að sonur hans hefði keypt húsið í júlí. Hann gat framvísað skjölum sem virtust vera í lagi og því komst lögreglan að þeirri niðurstöðu að hún gæti ekki gert meira fyrir Hall að sinni.

Fréttamenn BBC hafa skoðað málið og komist að þeirri niðurstöðu að húsið hafi verið selt án samþykkis Hall. Þeir telja að persónuupplýsingum hans hafi verið stolið og notaðar til að selja húsið. Seljandinn gaf sig að minnsta kosti út fyrir að vera Mike Hall og húsið var selt og gengið frá tilheyrandi pappírsvinnu.

Lögreglan vinnur nú að rannsókn málsins og fasteignasalinn hefur ekki viljað tjá sig um málið við fjölmiðla. BBC segir að húsið hafi verið selt fyrir sem svarar til um 25 milljóna íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu
Pressan
Í gær

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“