fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Fresta ákvörðun um hvort börn fái bóluefnið frá Moderna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. nóvember 2021 17:15

Höfuðstöðvar Moderna. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk yfirvöld eru nú að fara yfir umsókn Moderna um að bóluefni fyrirtækisins gegn kórónuveirunni verði samþykkt til notkunar fyrir börn og ungmenni á aldrinum 12 til 17 ára. Svar við umsókninni á að liggja fyrir í janúar á næsta ári í síðasta lagi.

Bandaríska lyfjastofnunin, FDA, tilkynnti Moderna þetta um helgina en stofnunin þarf lengri tíma en reiknað var með til að fara yfir umsóknina. Moderna sendi umsóknina til FDA i júní og fór fram á neyðarheimild til að 12 til 17 ára börn gætu notað bóluefnið.

En það dregst að svara umsókninni því FDA er nú að fara yfir nýleg gögn um hættuna á hjartabólgu í tengslum við notkun á bóluefninu. Þetta er mjög sjaldgæf aukaverkun sem virðist aðallega leggjast á yngri menn og pilta. Moderna vinnur einnig að yfirferð á rannsóknargögnum til að kanna hvort fólk yngra en 18 ára sé í aukinni hættu á að verða fyrir þessari aukaverkun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Í gær

Lauflétt ráð til að sofna hraðar

Lauflétt ráð til að sofna hraðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í