Bandaríska lyfjastofnunin, FDA, tilkynnti Moderna þetta um helgina en stofnunin þarf lengri tíma en reiknað var með til að fara yfir umsóknina. Moderna sendi umsóknina til FDA i júní og fór fram á neyðarheimild til að 12 til 17 ára börn gætu notað bóluefnið.
En það dregst að svara umsókninni því FDA er nú að fara yfir nýleg gögn um hættuna á hjartabólgu í tengslum við notkun á bóluefninu. Þetta er mjög sjaldgæf aukaverkun sem virðist aðallega leggjast á yngri menn og pilta. Moderna vinnur einnig að yfirferð á rannsóknargögnum til að kanna hvort fólk yngra en 18 ára sé í aukinni hættu á að verða fyrir þessari aukaverkun.