fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Pressan

Dómarar í hæstarétti virðast hafa efasemdir um þungunarrofslöggjöfina í Texas

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. nóvember 2021 07:29

Hæstiréttur Bandaríkjanna. Mynd/Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær hlustuðu dómarar hæstaréttar Bandaríkjanna á málflutning lögmanna varðandi umdeilda þungunarrofslöggjöf í Texas en hún er sú harðasta sem er í gildi í Bandaríkjunum.  NBC News segir að meirihluti dómaranna hafi virst hafa efasemdir um uppbyggingu löggjafarinnar.

Samkvæmt lögunum er þungunarrof nær algjörlega óheimilt eftir að hjartsláttur greinist hjá fóstri en það er yfirleitt á sjöttu viku meðgöngu. Á þeim tíma vita margar konur ekki að þær eru barnshafandi. Þungunarrof er einnig óheimilt þótt um nauðgun eða sifjaspell hafi verið að ræða.

Margir telja lögin brjóta gegn niðurstöðu hæstaréttar í hinu svokallað „Roe vsWade“ frá 1973 en sú niðurstaða tryggði konum stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs.

Við málflutninginn í gær virtust dómararnir hafa ákveðnar efasemdir við þau ákvæði laganna í Texas að það séu almennir borgarar sem framfylgja lögunum með því að þeim er heimilað að sækja sérhvern þann til saka sem framkvæmir þungunarrof eða aðstoðar við það. Þetta getur til dæmis náð til leigubílstjóra sem ekur konu til þungunarrofsmiðstöðvar, hann getur átt málshöfðun yfir höfði sér.

Gagnrýnendur segja þessa uppbyggingu laganna vera einhverskonar smugu sem sé meðvituð notuð til að koma í veg fyrir að látið sé reyna á lögin fyrir dómstólum.

Málið, sem var tekið til meðferðar í gær, snýst um beiðni Texasríkis til hæstaréttar um að hann komi í veg fyrir að málshöfðun þungunarrofsmiðstöðva gegn ríkinu og lögunum verði tekin fyrir hjá alríkisdómstóli. NBC News segir að svo virðist sem meirihluti dómaranna hallist að því að láta málið fara til meðferðar hjá alríkisdómstóli.

Meðal þeirra dómara sem lýstu yfir efasemdum um uppbyggingu laganna hvað varðar að láta almenna borgara framfylgja þeim var Brett Kavanaugh sem er mjög íhaldssamur. Hann sagði að hér væri verið að nota ákveðna „smugu“ og að spurningin sé hvort hæstiréttur eigi að reyna að „loka þessari smugu“. Þrír af dómurum réttarins eru mjög íhaldssamir en þrír teljast frjálslyndir.

Reiknað er með að hæstiréttur taki afstöðu til málsins fyrir næstu mánaðarmót en þá tekur hann fyrir mál er varðar þungunarrofslög í Mississippi en samkvæmt þeim er þungunarrof nær algjörlega óheimilt eftir 15 vikna meðgöngu. Mississippi fer fram á að hæstiréttur falli frá tímamótadómnum í máli „Roe vsWade“ sem nefnt er hér að framan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Írski boxarinn John Cooney er látinn – Fékk heilablæðingu eftir bardaga

Írski boxarinn John Cooney er látinn – Fékk heilablæðingu eftir bardaga
Pressan
Í gær

Enn banvænna afbrigði af apabólu fannst á Írlandi

Enn banvænna afbrigði af apabólu fannst á Írlandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mál USAID sláandi dæmi um dreifingu falsfrétta – Fullyrðingarnar sem standast ekki skoðun

Mál USAID sláandi dæmi um dreifingu falsfrétta – Fullyrðingarnar sem standast ekki skoðun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta tvennt hjálpar þér að losna við klósettferðir á nóttunni

Þetta tvennt hjálpar þér að losna við klósettferðir á nóttunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lagaprófessor rekur hvernig Elon Musk hefur mölbrotið lög undanfarið – „Þetta er mjög furðulegt og líklega ólöglegt“

Lagaprófessor rekur hvernig Elon Musk hefur mölbrotið lög undanfarið – „Þetta er mjög furðulegt og líklega ólöglegt“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjögur merki um að þú eigir að biðja um launahækkun

Fjögur merki um að þú eigir að biðja um launahækkun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Keypti jakka í notað og nýtt verslun – Fólki finnst að hún eigi ekki að nota hann út af því sem hún fann í honum

Keypti jakka í notað og nýtt verslun – Fólki finnst að hún eigi ekki að nota hann út af því sem hún fann í honum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nokkur góð ráð til að komast hjá því að veikjast

Nokkur góð ráð til að komast hjá því að veikjast