Ónafngreindur heimildarmaður sagði að Biden hafi farið í sýnatöku í gær og hafi niðurstaða hennar verið neikvæð.
Psaki, sem er 42 ára, er bólusett gegn kórónuveirunni og segist finna fyrir vægum einkennum COVID-19. Hún sagðist skýra frá smitinu í ljósi gagnsæis.
Hún smitaðist af fjölskyldumeðlimi en á miðvikudaginn var tilkynnt að hún færi ekki með Biden á COP26 loftslagsráðstefnuna í Glasgow vegna veikinda heima fyrir. Psaki fór í sýnatöku á miðvikudag, fimmtudag, föstudag og laugardag og var niðurstaðan úr þeim öllum neikvæð. En í gær kom svo í ljós að hún er smituð. Hún er hæst setta manneskjan í stjórn Biden sem hefur smitast af veirunni frá því að stjórn Biden tók við völdum í janúar. Hún hefur verið í einangrun síðan á miðvikudaginn.
Fyrr á árinu skýrði Psaki frá því að Biden, sem hefur lokið bólusetningu og fengið örvunarskammt, fari í sýnatöku aðra hverja viku að ráði læknis síns.