fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Pressan

Brasilíska lögreglan felldi 25 bankaræningja

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 1. nóvember 2021 21:30

Brasilískur lögreglumaður. Mynd:Governo do Rio de Janeiro/Marcelo Horn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brasilíska lögreglan felldi 25 grunaða bankaræningja  í borginni Varginha á sunnudaginn. Lögreglan segir að hópurinn hafi verið að undirbúa bankarán. Það var herlögreglan í Minas Gerais sem lét til skara skríða gegn genginu og felldi 25 meðlimi. Einnig fannst mikið af vopnum, sprengiefni og skotheldum vestum.

Talið er að um einu stærstu lögregluaðgerð sögunnar gegn glæpagengjum, sem sérhæfa sig í bankaránum, sé að ræða í Brasilíu. Á síðustu árum hefur bankaránum, framin af þungvopnuðum glæpagengjum, fjölgað mikið í landinu.

Fyrir tveimur mánuðum var bankarán framið nærri Varginha og komst það í heimsfréttirnar því ræningjarnir notuðu sprengiefni og tóku gísla. Suma þeirra bundu þeir við bíla sína og notuðu þannig sem lifandi skildi.

Í aðgerðinni á sunnudaginn réðst lögreglan til atlögu við tvo sveitabæi þar sem meðlimir gengisins héldu til. Til skotbardaga kom og féllu 25 ræningjar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna
Pressan
Í gær

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilurnar um Berlín 1948–1949

Deilurnar um Berlín 1948–1949
Pressan
Fyrir 2 dögum

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn