fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Trump styður Repúblikana sem fallast á ósannindi hans um kosningaúrslitin í nóvember

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 9. október 2021 17:00

Donald Trump fyrrum Bandaríkjaforseti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump og bandamenn hans styðja dyggilega við bakið á þeim Repúblikönum sem fallast á ósannindi hans um víðtækt kosningasvindl í forsetakosningunum í nóvember á síðasta ári. Þetta er fólk sem sækist eftir valdamiklum embættum og gæti haft mikið að segja um úrslit kosninganna 2024.

Í umfjöllun The Guardian um málið kemur fram að þetta sé ein hættulegasta tilraun Trump og fylgismanna hans til að grafa undan kosningum í Bandaríkjunum. Hún gangi út á að styðja frambjóðendur sem vilja ekki samþykkja sigur Joe Biden í forsetakosningunum á síðasta ári og sækjast eftir embættum þar sem þeir gætu valdið miklu tjóni með því að ógilda úrslit kosninganna 2024.

Trump hefur lýst yfir stuðningi við nokkra Repúblikana sem sækjast eftir að verða ráðherrar kosningamála í heimaríkjum sínum en þessir ráðherrar eru æðstu embættismennirnir þegar kemur að kosningum. Ef þeir ná kjöri munu þeir hafa gríðarleg völd yfir kosningum og gætu innleitt reglur sem gera fólki erfitt fyrir við að kjósa og síðan gætu þeir komið í veg fyrir að úrslit kosninganna yrðu staðfest.

10 af þeim 15 sem bjóða sig fram til embætta ráðherra kosningamála í Arizona, Georgíu, Wisconsin, Michigan og Nevada hafa sagt að Trump hafi verið rændur sigri í kosningunum 2020 eða að rannsaka þurfi þær frekar.

Tilraunir Trump og stuðningsmanna hans til að ógilda úrslit síðustu kosninga strönduðu aðallega á ráðherrum kosningamála, sem voru úr bæði Repúblikanaflokknum og Demókrataflokknum, sem vildu ekki fylgja honum að málum. Ef þetta fólk missir embætti sín í kosningunum á næsta ári verður það þungt högg fyrir bandarískt lýðræði. En ekki má gleyma að dómstólar vísuðu málatilbúnaði Trump og stuðningsmanna hans á bug.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“