Í kjölfar bilunarinnar ákváðu stjórnendur miðilsins að draga úr möguleikum starfsfólks til að vinna heima. Þetta gengur þvert á fyrri ákvarðanir um að leyfa starfsfólki að vinna heima.
Talsmenn Facebook segja að bilunin hefði haft minni áhrif ef fleiri starfsmenn hefðu verið til staðar á skrifstofum fyrirtækisins.
Auk Facebook þá lágu Messenger, Instagram og WhatsApp niðri. Einnig urðu aðgangskort starfsfólks óvirk þannig að það komst ekki inn á skrifstofu sínar þar sem netþjónar fyrirtækisins eru.
Framvegis verða þeir starfsmenn sem vilja vinna heima að senda inn formlega beiðni þar um og hver umsókn verður metin sérstaklega.
Google hefur tekið upp sömu reglur.