Það er heimsfaraldur kórónuveirunnar sem veldur þessu mikla álagi á heilbrigðiskerfið. Á mánudaginn voru aðeins þrjú laus rými á gjörgæsludeildum landsins að sögn Raed Arafat, varainnanríkisráðherra.
Dorel Sandesc, varaformaður samtaka gjörgæsludeilda, segir að staðan sé hreint „helvíti“. „Þetta er bara byrjunin. Staðan hefur aldrei verið verri síðan faraldurinn hófst. Við erum eins og yfirfull Örkin hans Nóa sem alltof margt fólk reynir að hanga á,“ sagði Sandesc.
Arafat sagði að stjórnvöld muni biðja önnur ESB-ríki um lyf og hugsanlega meira súrefni.
Tæplega þriðji hver Rúmeni hefur fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni gegn kórónuveirunni. Um 40% heilbrigðisstarfsmanna eru ekki bólusettir. Um 37.000 Rúmenar hafa látist af völdum COVID-19 síðan faraldurinn braust út.