fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Verjandi Tom Hagen er ekki í vafa um endanlega niðurstöðu morðmálsins

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 5. október 2021 06:59

Anne-Elisabeth og Tom Hagen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 31. október næstkomandi verða þrjú ár liðin frá því að Anne-Elisabeth Hagen hvarf sporlaust frá heimili sínu í útjaðri Osló. Síðan hefur ekkert til hennar spurst. Norska lögreglan telur fullvíst að hún hafi verið myrt og grunar eiginmann hennar, Tom Hagen, um aðild að hvarfi Anne-Elisabeth og morðinu á henni. Verjandi Tom Hagen er ekki í vafa um endanlega niðurstöðu málsins.

Tom Hagen var handtekinn einu og hálfu ári eftir hvarfið, grunaður um aðild að því og morðinu á Anne-Elisabeth. Hann hefur ávallt neitað sök og öllum tengslum við málið. Hann segist telja að óþekktir gerendur hafi numið Anne-Elisabeth á brott til að hagnast. Á heimil hjónanna fundust miðar með kröfu um greiðslu lausnargjalds.

„Það segir sig sjálft að það veldur miklu álagi að vera grunaður um morð,“ segir Svein Holden, verjandi Tom Hagen, í heimildarmynd TV2 um málið en hún heitir „Forsvinningen på Lørenskog“.

Um 30 lögreglumenn vinna enn af fullum krafti við rannsókn málsins. Holden sagði að Hagen vonist enn til að hægt verði að upplýsa málið. „Annars vegar gleðjumst við yfir að svo margir vinni enn við rannsókn málsins og að lögreglan segi að von sé um að hægt verði að leysa það. Hins vegar er það mikið álag fyrir Hagen að vera grunaður,“ segir Holden.

„Ég þekki málsgögnin og ég er fullkomlega viss um að málið gegn Hagen verður lagt upp,“ segir Holden án þess að fara nánar út í af hverju hann telur að lögreglan muni ekki ákæra Hagen.

Hann segir að í hans huga sé það gríðarlega mikilvægt atriði að Tom Hagen var í vinnunni þegar Anne-Elisabeth hvarf.  TV2 segir að lögreglan telji einnig að hann hafi verið í vinnunni, skammt frá heimili hjónanna, þegar eiginkona hans hvarf.

Fyrir dómi hefur komið fram að lögreglan telur að Tom Hagen hafi fengið einhvern eða einhverja til að nema eiginkonu hans á brott og hann hafi síðan séð um fjarlægja ummerki af vettvangi og þrífa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið