fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Skýrir frá 5 áður óþekktum atriðum um Melania Trump í nýrri bók

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 5. október 2021 06:03

Melania Trump. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í þau fimm ár sem Stephanie Grisham starfaði fyrir Donald og Melania Trump tók hún eftir ýmsu í fari þeirra sem almenningur veit ekki um. Hún starfaði meðal annars fyrir þau á meðan hjónin bjuggu í Hvíta húsinu. Hún skýrir frá ýmsu um hjónin í nýrri bók sinni „I‘ll Take Your Questions Now“ sem kemur út í dag. CNN fékk afrit af bókinni fyrir útgáfu og skýrði frá nokkrum athyglisverðum atriðum um Melania Trump sem er aðallega þekkt fyrir að halda sig mjög til hlés og vera sú bandaríska forsetafrú, á síðari tímum, sem minnst er vitað um.

Grisham var bæði starfsmannastjóri Melania og samskiptastjóri hennar og skýrir frá ýmsu þessu tengdu í bók sinni.

Það þarf ekki að koma á óvart að Trumphjónin eru allt annað en sátt við útgáfu bókarinnar og í yfirlýsingu sem Donald Trump sendi CNN nýlega segir hann að það sé slæmt að óheiðarlegir útgefendur haldi áfram að fjalla um það rusl sem bókin sé. Hann og hreyfing hans, MAGA, séu þessu alvön og innan ekki svo langs tíma muni rödd MAGA heyrast á nýjan leik og fjölmiðlar muni þá fjalla heiðarlega og á sanngjarnan hátt um þau hjónin.

Melania fylgist náið með öllu sem er sagt um hana í fjölmiðlum. Grisham segir að Melania sé eins og forsetinn fyrrverandi heltekin af því hvað fjölmiðlar segja um hana og hún lesi allt, sama hversu lítið eða stórt það er, sem er skrifað um hana. „Eins og eiginmaður hennar og börnin hans þá kafaði frú Trump ofan í umfjöllun fjölmiðla um hana eins og arkitekt einblínir á teikningar,“ segir Grisham í bókinni og segir að Melania hafi ekki yfirsést nein smáatriði.

Var lítið á skrifstofunni. Grisham segir að Melania, sem lífverðir forsetahjónanna kölluðu Rapunzel sín á milli, hafi lítið verið á skrifstofu sinni á meðan hjónin bjuggu í Hvíta húsinu. Hún segist aðeins hafa séð hana nokkrum sinnum á sérhannaðri skrifstofu forsetafrúarinnar í austurhluta Hvíta hússins. „Frú Trump vann að heiman löngu áður en aðrir Bandaríkjamenn gerðu það,“ segir Grisham og vísar þar í gríni til mikillar heimavinnu Bandaríkjamanna eftir að heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á.

Hún segir að þær hafi hist, þegar þörf krafði, í herbergi nærri híbýlum forsetahjónanna í Hvíta húsinu. Melania hafi að mestu haldið sig í híbýlum hjónanna. Hún segir að Melania hafi eytt miklum tíma í að „hlú að sjálfri sér“ en í því fólst meðal annars að hún svaf mikið. Til dæmis hafi sjaldan heyrst frá henni fyrir klukkan 10. Hún segir einnig að Melania átt sér umfangsmikið áhugamál sem hafi verið að raða ljósmyndum í myndaalbúm og hafi það verið mikil vinna enda mörg þúsund myndir teknar í Hvíta húsinu. Melania hafi skipulagt í þaula hvar þær áttu að vera í myndaalbúmum og raðað þeim í albúmin.

Kallaði Ivanka Trump „Prinsessuna“. Eftir því sem kemur fram í bók Grisham þá eru engir kærleikar á milli Melania og Ivanka Trump en þær eru mikilvægustu konurnar í lífi Donald Trump. Hún segir að hinum litla kærleik þeirra á milli hafi verið leynt fyrir almenningi  en á bak við tjöldin hafi verið mikil spenna, oft vegna löngunar Ivanka til að vera í sviðsljósinu við opinbera viðburði og í utanlandsferðum forsetans. Grisham segir að þegar hún hafi áttað sig á hversu viðkvæmt samband Melania og Ivanka var hafi Melania trúað henni fyrir því að hún kallaði Ivanka „Prinsessuna“ þegar hún heyrði ekki til.

Melania var brjáluð yfir meintu framhjáhaldi eiginmannsins. Grisham segir að Melania hafi verið brjáluð yfir hegðun eiginmannsins í tengslum við ásakanir um að hann hefði haldið framhjá henni með klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels og með Playboyfyrirsætunni Karen MacDougal. Segir Grisham að Melania hafi ákveðið að halda sig fjarri eiginmanninum við opinber tækifæri og vildi ekki láta líta á sig sem pólitíska eiginkonu sem væri að reyna að bjarga eiginmanni sínum frá fyrirsögnum sem sköðuðu hann. Grisham segir að í raun hafi Melania skammast sín og hafi viljað að eiginmaðurinn hennar skammaðist sín einnig. „En hvort hann er fær um það veit ég ekki,“ skrifar hún í bókinni.

Melania og jakkinn. Grisham fjallar um jakkann sem Melania klæddist þegar hún heimsótti flóttamannabúðir í Texas en áletrunin á honum vakti mikla athygli. Hér fyrir neðan er hægt að lesa nýlega umfjöllun DV um jakkann og viðbrögð forsetans þáverandi við honum.

Trump sagður hafa verið öskureiður og kallað Melaniu inn á skrifstofu sína í Hvíta húsinu og öskrað á hana – „Hvern fjandann voru þið að hugsa?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum