fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Segja Talibana hafa myrt 13 Hazara

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 5. október 2021 06:27

Liðsmenn Talibana. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að Talibanar hafi myrt 13 manns af ætt Hazara í Afganistan eftir að þeir tóku völdin í landinu. Þetta gerðist 30. ágúst í bænum Kahor í Khidir-héraðinu. Amnesty hefur ný gögn undir höndum sem sanna þetta að sögn samtakanna.

11 hinna myrtu voru fyrrum liðsmenn afganskra öryggissveita. 9 þeirra voru drepnir með beinni aftöku að því er segir í fréttatilkynningu frá Amnesty. Tveir til viðbótar, óbreyttir borgarar, voru einnig drepnir þegar þeir reyndu að flýja. Annar þeirra var 17 ára stúlka.

Talibanar segja þetta ekki rétt en Amnesty styðst við framburð sjónarvotta, ljósmyndir og myndbandsupptökur.

„Þessar kaldrifjuðu aftökur eru enn ein sönnun þess að Talibanar fremja samskonar hryllingsverk og þeir voru alræmdir fyrir þegar þeir voru síðast við völd í Afganistan,“ segir Agnés Callamard, framkvæmdastjóri Amnesty International í fréttatilkynningunni.

Samtökin segja að erfitt sé að staðfesta framferði Talibana því þeir hafa bannað notkun farsíma í mörgum héruðum Afganistan. Samtökin hafa þó fengið ljósmyndir sem sýna þegar liðsmenn Talibana skutu á fólk í lok ágúst. Á myndunum sést að margir hinna látnu eru með skotsár á höfði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“