Í nýrri bók, I‘ll Take Your Questions Now“, eftir Stephanie Grisham, sem var fjölmiðlafulltrúi Trump um tíma þegar hann var forseti, kemur fram að starfsmenn Trump hafi skyndilega fyllst grunsemdum þegar kom að leiðtogafundinum. Ástæðan var að Pútín hafði tekið Daria Boyarskaya með sem túlk en hún er fyrirsæta.
Fiona Hill, ráðgjafi Trump í málefnum Rússlands, var einnig á fundinum og hún var ekki í vafa um hvað Rússar ætluðu sér. „Þegar fundurinn byrjaði hallaði Fiona Hill sér að mér og spurði hvort ég hefði tekið eftir að túlkur Vladímír Pútíns væri mjög aðlaðandi kona með sítt brúnt hár, fallegt andlit og frábæran líkamsvöxt. Hún hélt áfram og sagðist viss um að Pútín hefði valið hana sérstaklega til að rugla forsetann okkar í ríminu,“ skrifar Grisham.
Rússar hafa vísað þessu á bug og Dmitry Peskov, talsmaður Pútíns, sagði að túlkarnir séu valdir af utanríkisráðuneytinu og að forsetinn komi hvergi nærri vali þeirra.
Daria Boyarskaya er menntaður túlkur en leggur einnig stund á dans og fyrirsætustörf.