„IKEA kaffibollinn minn er með rauf svo að vatnið leki af honum þegar hann er á hvolfi . . .“
Í kjölfarið hófust miklar umræður um tilgang þessarar raufar:
„Ég er 70% viss um að hún er til að koma í veg fyrir að lofttæmi myndist.“
„Nei, hún er raunar til að koma í veg fyrir að bollinn límist við borðið þegar þú ert með heitt kaffi eða te í honum.“
„En hvað gerist þá ef bollinn hallar í hina áttina í uppþvottavélinni?“
Þetta er auðvitað ekki eitt af stóru málunum en samt sem áður virðast margir hafa leitt hugann að þessu. En það var málshefjandinn sem hafði rétt fyrir sér að sögn hönnuða hjá IKEA.