fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Pressan

15 ára stúlka lést af völdum COVID-19 daginn sem hún átti að fá bóluefni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 5. október 2021 18:30

Stökkbreytt kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jorja Halliday, 15 ára stúlka frá Portsmouth á Englandi, lést af völdum COVID-19 daginn sem hún átti að fá bóluefni gegn kórónuveirunni. Þetta segir fjölskylda hennar en Jorja lést á Queen Alexandra sjúkrahúsinu á þriðjudag í síðustu viku, fjórum dögum eftir að hún greindist með COVID-19.

The Guardian hefur eftir móður hennar, Tracey Halliday, að Jorja hafi verið „yndisleg stúlka“, vinmörg og hæfileikarík í kickboxi og góð þegar kom að tónlist. „Hún var mjög virk, henni fannst gaman að fara út og eyða tíma með vinum sínum og systkinum sínum. Hún óx og breyttist í fallega unga konu sem var alltaf reiðubúin til að hjálpa öðrum, var alltaf til staðar fyrir alla. Þetta er svo sárt því börnin eiga að lifa foreldra sína og ég get ekki jafnað mig á þessu,“ sagði Tracey.

Hún sagði að Jorja hafi ekki glímt við neina undirliggjandi sjúkdóma. Hún hefði fengið einkenni sem minntu á flensu og hafi farið í PCR-próf sem sýndi jákvæða niðurstöðu. Hún hafi þá farið í einangrun á heimili sínu. Á sunnudeginum átti hún erfitt með að koma mat niður og á mánudeginum gat hún ekki borðað því hún var með svo mikla hálsbólgu. Læknir lét hana hafa sýklalyf en heilsu hennar hrakaði og læknir var kallaður til og lét flytja hana á sjúkrahús þar sem hjartsláttur hennar var tvöfalt hraðari en hann átti að vera.

Tracey sagðist hafa fengið að vera hjá henni, halda í hönd hennar og faðma því læknar hafi áttað sig á hversu alvarlegt ástand hennar var. Hún var sett í öndunarvél en ekki tókst að ná stjórn á hjartslættinum og að lokum gafst hjartað upp og hún lést.

Bráðabirgðaniðurstaða krufningar bendir til að hún hafi látist af völdum bólgu í hjarta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Settu 25 kg ferðatösku ofan á rúmið til að halda barninu í því – Það kramdist til bana

Settu 25 kg ferðatösku ofan á rúmið til að halda barninu í því – Það kramdist til bana
Pressan
Í gær

Baráttuandi meðal ríkisstarfsmanna Bandaríkjanna sem ætla að verja lýðræðið – „Við eigum í stríði“

Baráttuandi meðal ríkisstarfsmanna Bandaríkjanna sem ætla að verja lýðræðið – „Við eigum í stríði“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stærsti ísjaki heims stefnir á eyju eina og gæti ógnað lífi milljóna mörgæsa

Stærsti ísjaki heims stefnir á eyju eina og gæti ógnað lífi milljóna mörgæsa
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýtt hættumat – Mikil ógn steðjar að Danmörku

Nýtt hættumat – Mikil ógn steðjar að Danmörku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump vill senda 30 þúsund innflytjendur til Guantánamoflóa

Trump vill senda 30 þúsund innflytjendur til Guantánamoflóa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vill banna sjálfsfróun – Segir að frjóvgunarferlið hefjist þegar karlmanni rís hold

Vill banna sjálfsfróun – Segir að frjóvgunarferlið hefjist þegar karlmanni rís hold