Útreikningar hafa sýnt að orkunotkunin við þennan gröft sé á pari við orkunotkun heilu þjóðanna, til dæmis Finnlands eða Danmerkur.
Sumir af stóru aðilunum á þessum markaði þurfa svo mikla orku til að geta stundað þennan gröft að þeir hafa nú tekið gömul kolaorkuver í notkun til að geta fengið nægilega mikið rafmagn fyrir ofurtölvurnar. Þetta hefur meðal annars verið gert í Bandaríkjunum.