fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Múhameðsteiknarinn Lars Vilks lést í gær ásamt tveimur lögreglumönnum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 4. október 2021 05:59

Lars Vilks við verðlaunaafhendingu árið 2015. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænski skopmyndateiknarinn Lars Vilks lést síðdegis í gær í umferðarslysi á E4 hraðbrautinni nærri Markaryd í Svíþjóð. Hann var í ómerktum lögreglubíl ásamt tveimur lögreglumönnum sem gættu hans. Þeir létust einnig. Lars var 75 ára.

 Sænska lögreglan skýrði frá þessu á heimasíðu sinni. Sænskir fjölmiðlar segja að lögreglubíllinn virðist hafa verið á öfugum vegarhelmingi þegar hann lenti framan á vöruflutningabíl um klukkan 15.30 í gær. Við áreksturinn kviknaði í lögreglubílnum og létust þeir þrír sem í honum voru. Ökumaður flutningabílsins, 45 ára karlmaður, var fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús.

Anders Thornberg, ríkislögreglustjóri, sagði í tilkynningu í gær að honum hafi verið tilkynnt um slysið og hafi það fyllt hjarta hans af sorg.

Lars Vilks birti árið 2007 teikningu af spámanninum Múhameð í líki hunds. Í kjölfarið hótuðu öfgasinnaðir múslimar honum dauða og naut hann lögregluverndar allt frá því. Ári áður hafði hin svokallaða Múhameðskrísa brotist út í Danmörku eftir að Jótlandspósturinn birti skopmyndir af spámanninum Múhameð.

Í febrúar 2015 var reynt að skjóta Vilks til bana þegar hann kom fram á umræðufundi í Krudttønden í Kaupmannahöfn en þar var rætt um tjáningarfrelsi og guðlast. Danskur kvikmyndagerðarmaður var skotinn til bana þar og nokkrum klukkustundum síðar skaut sami árásarmaðurinn öryggisvörð til bana við bænahús gyðinga í Krystalgade. Árásarmaðurinn var síðan skotinn til bana af lögreglunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína
Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Graður höfrungur hrellir Japani

Graður höfrungur hrellir Japani
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki