Þessi fundur sýnir að Egyptar notuðu þróaðar aðferðir til að varðveita lík 1.000 árum áður en áður var talið. The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að áður var talið að svo þróaðar aðferðir, eins og voru notaðar á þessa múmíu, hefðu ekki verið notaðar fyrr en 1.000 árum eftir að viðkomandi lést.
Salima Ikram, prófessor í egypskum fræðum við bandaríska háskólann í Kairó sagði í samtali við The Observer að ef þetta sé múmía frá tímum Gamla konungsríkisins verði að endurrita allar bækur um líksmurningu og sögu Gamla konungsríkisins.
Hún sagði einnig að ef rétt reynist þá muni þetta björbreyta skilningi okkar á þróun líksmurningar, efnunum sem voru notuð, uppruna þeirra og verslunarleiðir.
„Fram að þessu höfum við talið að líksmurning á tímum Gamla konungsríkisins hafi verið frekar einföld, með grunnþurrkun, sem heppnaðist ekki alltaf, heilinn var ekki fjarlægður og innri líffæri bara stundum. Í raun var betri gaumur gefinn að ytra útliti hins látna en innra,“ sagði hún einnig og bætti við að þessi múmía minni mun frekar á múmíur frá því 1.000 árum síðar.