fbpx
Fimmtudagur 09.janúar 2025
Pressan

Ný rannsókn sýnir hugsanleg tengsl á milli brjóstagjafar og heilbrigðis barna

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 31. október 2021 11:00

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar danskrar rannsóknar benda til að tengsl séu á milli brjóstagjafar og heilsufars barna. Rannsóknin sýnir að þarmabakteríur, sem örvast við brjóstagjöf, geti haft jákvæð áhrif á ónæmiskerfi barna.

Það voru vísindamenn við Kaupmannahafnarháskóla og DTU (danska tækniháskólann) sem gerðu rannsóknina.

Þeir komust að því að bakteríur, sem lifa á móðurmjólk í þörmum kornabarna, búa yfir ensími sem gerir bakteríunum kleift að þróa efni sem talið er að hafi jákvæð áhrif á ónæmiskerfið.

Þessi vitneskja getur meðal annars komið að gagni við að þróa betri þurrmjólk í framtíðinni og þannig orðið til að börn fái réttu bakteríurnar í upphafi lífsins.

Kornabörn tóku ekki þátt í rannsókninni. Vísindamennirnir einangruðu ónæmisfrumur úr fólki og rannsökuðu áhrifin á ónæmiskerfið. Það er því þörf á frekari rannsóknum áður en endanlega verður hægt að sanna þetta en ef það tekst mun það hafa mikil áhrif að sögn vísindamannanna. Jótlandspósturinn skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Woke-hreyfingin á í vök að verjast eftir kosningasigur Trump

Woke-hreyfingin á í vök að verjast eftir kosningasigur Trump
Pressan
Fyrir 5 dögum

Besti golfari heims þurfti að gangast undir aðgerð eftir slys við jólamatseldina

Besti golfari heims þurfti að gangast undir aðgerð eftir slys við jólamatseldina