Það voru vísindamenn við Kaupmannahafnarháskóla og DTU (danska tækniháskólann) sem gerðu rannsóknina.
Þeir komust að því að bakteríur, sem lifa á móðurmjólk í þörmum kornabarna, búa yfir ensími sem gerir bakteríunum kleift að þróa efni sem talið er að hafi jákvæð áhrif á ónæmiskerfið.
Þessi vitneskja getur meðal annars komið að gagni við að þróa betri þurrmjólk í framtíðinni og þannig orðið til að börn fái réttu bakteríurnar í upphafi lífsins.
Kornabörn tóku ekki þátt í rannsókninni. Vísindamennirnir einangruðu ónæmisfrumur úr fólki og rannsökuðu áhrifin á ónæmiskerfið. Það er því þörf á frekari rannsóknum áður en endanlega verður hægt að sanna þetta en ef það tekst mun það hafa mikil áhrif að sögn vísindamannanna. Jótlandspósturinn skýrir frá þessu.