fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Glímir þú við flughræðslu? Þetta er ástæðan

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 31. október 2021 22:00

Þessi kona virðist vera ansi flughrædd. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir kannast eflaust við að hafa ekki staðið á sama þegar þeir voru farþegar í flugvél. Sviti í lófum, ör hjartsláttur, öryggisbeltið spennt alveg inn að maga og þú tekur eftir öllum hljóðum. Svona er þetta allt frá því að sest er inn í vélina og þar til lent er. Engu skiptir þótt flug sé einn öruggast samgöngumátinn. En hvað veldur þessari hræðslu?

Danska ríkisútvarpið fjallaði nýlega um þetta og leitaði skýringa á þessu. Mette Kroier, sálfræðingur og höfundur bókar um flughræðslu, sagði að þessi hræðsla komi frá stað í heilanum sem er ekki tengdur við skynsemi né minni. „Það er nákvæmlega ekkert rökrétt tengt þeim ótta sem flughrætt fólk finnur. Óttanum er stýrt af mjög frumstæðum hluta heilans sem sendir stöðugt skilaboð til líkamans sem segja: Við deyjum núna! Þetta breytist úr 0 í dauðaskelfingu á sekúndubroti,“ sagði hún.

Sá hluti heilans sem tekur yfir þegar flughræðslan gerir vart við sig er kallaður skriðdýraheilinn en hann hefur stýrt viðbrögðum okkar í milljónir ára. Hann hegðar sér aldrei rökrétt en sendir þess í stað aðvörunarmerki út til líkamans í gengum það sem er kallað sjálfvirka taugakerfið en eins og nafnið bendir til þá starfar þetta taugakerfi algjörlega sjálfvirkt.

Kroier sagði að það væri ekki undarlegt að líkaminn bregðist svona kröftulega við þegar skriðdýraheilinn sendir út boð. „Hormónið kortison og adrenalín myndast í miklu magni. Það segir líkamanum að hann sé að berjast fyrir lífi sínu og að þú verðir að slást, flýja eða þykjast vera dauður. Þetta virkar frábærlega ef þú þarft að flýja frá ljónum en gagnast ekki í flugvél í 10 kílómetra hæð,“ sagði hún.

Hún benti á nokkrar leiðir sem geta hugsanlega dregið úr spennunni á meðan á flugi stendur:

„Notaðu heyrnartól sem einangra vel fyrir utanaðkomandi hljóðum. Þannig lokar þú þig aðeins af. Mundu að hafa hljóðstyrkinn hátt stilltan.

Pantaðu sæti eins nærri miðju og hægt er. Ekki sitja við glugga þar sem þú getur alltaf verið að horfa út og séð hæðina, vængina og skýin.

Vertu með eitthvað til að horfa á á leiðinni. Þætti eða myndir sem heilla þig og fá þig til að gleyma þér. Það getur leitt hugann frá flugferðinni.

Borðaðu og drekktu eitthvað sem þér finnst gott. Það getur reynst sumum erfitt að koma einhverju niður en það hjálpar líkamanum að fá næringu og það getur sent endorfín, sem full þörf er á, út í líkamann. Mælt er með sykri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“