fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Þróunin bregst við veiðiþjófnaði – Fílar hættir að fá skögultennur

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 30. október 2021 09:30

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að fílar í Mósambík eru í auknum mæli hættir að fá skögultennur en það eru þær sem veiðiþjófar sækjast eftir til að komast yfir verðmætt fílabein. Vísindamenn segja þetta sýna hvaða áhrif menn geta haft á náttúruna.

Áratugum saman hafa veiðiþjófar skotið fíla til að komast yfir skögultennur þeirra. Nú segja vísindamenn, sem standa að baki nýrri rannsókn, að þetta sanni að menn séu „bókstaflega að breyta líkamsbyggingu villtra dýra.

Áður var vitað að til var sjaldgæf stökkbreyting í genum fíla sem gerði að verkum að þeir fengu ekki skögultennur en rannsóknin leiddi í ljós að þessi stökkbreyting er orðin mjög algeng i sumum hópum afríska fíla. Þetta gerðist í kjölfar tímabils þar sem margir voru drepnir vegna tannanna. Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Science.

Vísindamenn rannsökuðu af hverju margir fílar í Gorongosa þjóðgarðinum Mósambík fæðast án skögultanna. Niðurstaða þeirra er að umfangsmikil dráp veiðiþjófa á fílum, til að komast yfir skögultennur þeirra, hafi valdið því að erfðabreyting hafi átt sér stað og fyrrgreinda sjaldgæfa stökkbreytingin náð yfirhöndinni.

The Guardian segir að í borgarastyrjöldinni í Mósambík, sem stóð yfir frá 1977 til 1992, hafi 90% af öllum fílum í landinu verið drepnir vegna skögultannanna. Stríðandi fylkingar stóðu fyrir þessu og seldu fílabeinið til að fjármagna stríðsrekstur sinn. En fílar, sem voru án skögultanna, voru látnir óáreittir og það varð til þess að meiri líkur urðu á að þeir myndu eignast afkvæmi án skögultanna.

Nú nokkrum fílakynslóðum síðar eru þessi áhrif greinileg í hópi um 700 fíla sem búa í Gorongosa þjóðgarðinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga