„Við höfum ekki áhyggjur af konum sem taka eina eða tvær töflur á meðgöngunni. Við höfum áhyggjur af þeim litla hópi kvenna sem notar efnið um langa hríð á meðgöngunni. Við viljum gjarnan ná til þeirra,“ hefur Danska ríkisútvarpið eftir David Møbjerg Kristensen, hjá Ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn.
Hann sagði að greinin í Nature byggi á öllum fáanlegum gögnum um parasetamól og þunganir frá 1995. Á grundvelli þeirra skrifuðu vísindamennirnir 90 greinina sem hann kallar „álitsgrein“ þar sem vísindamennirnir hvetja til varkárni. „Það eru enn efasemdir um tengslin. En þau gögn sem við höfum benda til að tengsl geti verið á milli langvarandi notkunar parasetamóls og áhrifa á eistu og eggjastokka og tengsl við ADHD og einhverfu,“ sagði Kristensen.
Hann sagði að rannsóknin bendi til að parasetamól geti lokað fyrir framleiðslu testósteróns sem sé ekki gott fyrir drengi. Hann lagði áherslu á að fæstar þeirra barnshafandi kvenna sem nota parasetómól séu í hættu.