fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Pressan

Vísindamenn hjá NASA vilja fá skýrar vinnureglur um viðbrögðin ef við uppgötvum líf utan jarðarinnar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 29. október 2021 18:00

Eru þær til?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er alls ekki útilokað, og raunar telja margir vísindamenn það mjög líklegt, að kynslóðin okkar verði sú kynslóð sem finni sannanir fyrir því að líf þrífist á öðrum plánetum. En hvernig eigum við að bregðast við ef við finnum sannanir fyrir þessu?

Þessu velta vísindamenn hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA upp í grein í vísindaritinu Nature. ScienceAlert skýrir frá þessu.

Vísindamennirnir með James L. Green, forstjóra vísindarannsókna hjá NASA, í fararbroddi skrifa að ólíklegt sé að uppgötvun að þessu tagi verði gerð á einum degi. Líklega verði um langt ferli að ræða þar sem gögn verði túlkuð og endurtúlkuð í löngu vísindalegu ferli. Af þeim sökum eigum við að þeirra mati að beina sjónum okkar meira að þessum þætti.

„Í sögunni eru mörg dæmi um fullyrðingar um líf, sem reyndust síðan vera rangar eða tvíræðar,“ skrifa þeir. Dæmi um slíkt er til dæmis þegar vísindamenn töldu sig hafa fundið steingervinga í loftsteini frá Mars árið 1996.

Þeir leggja því til að tekið verði upp einhverskonar þrepaskiptur skali sem verði notaður til að „mæla“ uppgötvanir af þessu tagi. Á lægstu stigum hans verði til dæmis uppgötvanir á borð við hugsanleg efni eða fyrirbrigði sem geta hugsanlega átt rætur að rekja til lífs. Í því samhengi má nefna uppgötvun fosfín í lofthjúp Venusar en þegar tilkynnt var um þá uppgötvun á síðasta ári vöknuðu hugmyndir um að líf geti verið að finna á þessari systurplánetu jarðarinnar. Á hæstu stigum skalans yrðu svo mun áþreifanlegri og betri sannanir.

Með þessu telja vísindamennirnir mögulegt að koma í veg fyrir misskilning, bæði meðal vísindamanna og almennings, um þýðingu ákveðinna uppgötvana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ritstjórn stórblaðs segir að Trump hafi nú bætt gráu ofan á svörtustu efnahagsmistök síðari ára

Ritstjórn stórblaðs segir að Trump hafi nú bætt gráu ofan á svörtustu efnahagsmistök síðari ára
Pressan
Fyrir 2 dögum

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt
Pressan
Fyrir 5 dögum

1968 ár stórra atburða: Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð

1968 ár stórra atburða: Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð