Þetta segir í tilkynningu frá flugfélaginu. Einnig kemur fram að lögreglan hafi handtekið árásarmanninn strax eftir lendingu. CNN hefur eftir heimildarmanni að árásin hafi verið „algjörlega tilefnislaus“. Farþeginn hafi gengið aftur í flugvélina að flugliðanum, konu, og kýlt hana tvisvar í andlitið. Hún nefbrotnaði.
Doug Parker, forstjóri American Airlines, sagði á að árásin „væri ein sú versta sem átt sér stað um borð í vélum félagsins“. Hann sagði að árásarmaðurinn fái aldrei aftur að fljúga með félaginu og það muni gera allt sem í þess valdi stendur til að tryggja að hann verði sóttur til saka.
Alríkislögreglan FBI rannsakar málið og flugmálayfirvöld munu einnig rannsaka það.