Til að bregðast við þessu ákvað heilbrigðisráðuneytið í gær að auka sýnatökugetuna um 50%. Á þriðjudaginn voru tekin 93.000 sýni í landinu öllu en hægt er að taka 100.000 sýni á sólarhring. Nú verður getan aukin upp í 150.000 sýni á sólarhring. Með þessu á að tryggja að auðveldara verði að greina smit og rekja þau.
Álagið á sýnatökustaði hefur aukist jafnt og þétt síðustu tvær vikur samfara aukningu smita.
Nú má reikna með að fleiri sýnatökustaðir verði opnaðir, fleiri ráðnir til að taka sýni og opnunartími lengdur.
Um miðjan maí var sýnatökugetan 670.000 sýni á sólarhring en síðan hefur hún verið skorin niður jafnt og þétt eftir því sem smitum fækkaði.
En yfirvöld hafa verið undir það búin að þurfa að bæta í aftur og því er hægt að auka sýnatökugetuna hratt á skömmum tíma.