Á brettunum hafði 7,7 milljónum danskra króna, í reiðufé, verið komið vel fyrir innan um frystivörurnar.
Í tilkynningu frá tollgæslunni segir að peningarnir hafi verið vel faldir innan um frystivörur. Í ysta lagi pakkanna var ekkert markvert en eftir að þeir höfðu verið skannaðir og hundar, sem eru sérþjálfaðir til leitar að peningum, höfðu farið yfir pakkana fundust peningarnir.
Lögreglan tók við rannsókn málsins og er það nú höndum grænlensku lögreglunnar.