Sky News skýrir frá þessu. Málið er mikið áfall fyrir Lundúnalögregluna sem hefur verið mikið í sviðsljósinu eftir morðið á Sarah Everard í byrjun mars. Wayne Couzens, lögreglumaður hjá Lundúnalögreglunni, var nýlega dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir það morð. Hann þóttist vera á vakt þegar hann gaf sig að Everard og sakaði hana um brot á sóttvarnareglum og „handtók“ hana. Hann fór síðan með hana á afvikinn stað þar sem hann nauðgaði henni og myrti síðan.
Mál Everard vakti upp miklar umræður um öryggi kvenna á götum úti.
Mál Zama er því mikið áfall fyrir Lundúnalögregluna og sagði Paul Trevers, sem stýrir austursvæði hennar, að hann skilji vel áhyggjur almennings yfir að annar lögreglumaður sé grunaður um svona alvarlegt afbrot. „Lögreglan hefur einnig áhyggjur af þessu,“ sagði hann.