fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Annað ofbeldismál tengt bresku lögreglunni – Lögreglumaður grunaður um nauðgun

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. október 2021 06:59

Breskir lögreglumenn að störfum. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumaður hjá Lundúnalögreglunni var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald en hann er grunaður um nauðgun. Hann heitir Adam Zama og er 28 ára. Hann er grunaður um að hafa nauðgað konu í miðborg Lundúna á sunnudaginn. Hann var á frívakt þennan dag.

Sky News skýrir frá þessu. Málið er mikið áfall fyrir Lundúnalögregluna sem hefur verið mikið í sviðsljósinu eftir morðið á Sarah Everard í byrjun mars. Wayne Couzens, lögreglumaður hjá Lundúnalögreglunni, var nýlega dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir það morð. Hann þóttist vera á vakt þegar hann gaf sig að Everard og sakaði hana um brot á sóttvarnareglum og „handtók“ hana. Hann fór síðan með hana á afvikinn stað þar sem hann nauðgaði henni og myrti síðan.

Mál Everard vakti upp miklar umræður um öryggi kvenna á götum úti.

Mál Zama er því mikið áfall fyrir Lundúnalögregluna og sagði Paul Trevers, sem stýrir austursvæði hennar, að hann skilji vel áhyggjur almennings yfir að annar lögreglumaður sé grunaður um svona alvarlegt afbrot. „Lögreglan hefur einnig áhyggjur af þessu,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu
Pressan
Í gær

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“