fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Drakk 1 ½ lítra af gosdrykk á 10 mínútum – Það varð honum að bana

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. október 2021 06:40

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

22 ára kínverskur maður ákvað að svala þorsta sínum með því að drekka 1 ½ lítra af gosdrykk á aðeins tíu mínútum. Það varð honum að bana.

Forbes skýrir frá þessu og vitnar í læknarit þar sem fjallað er um málið. Fram kemur að strax eftir að maðurinn hafði tæmt flöskuna hafi hann fundið fyrir miklum verkjum og magi hans hafi blásið út vegna kolsýrunnar í gosdrykknum.

Hann beið í fjórar klukkustundir þar til hann fór á Beijing Chaoyang sjúkrahúsið.

Hann hafði verið við góða heilsu áður en hann drakk gosdrykkinn þennan dag og hafði ekki glímt við nein heilsufarsvandamál.

Rannsókn leiddi í ljós að hann var með mjög mikið loft í þörmunum og í æðinni sem flytur blóð frá þörmum til lifrarinnar. Loft í þessari æð getur bent til þess að viðkomandi glími við alvarleg vandamál í maga og þörmum og hefur þetta verið nefnt „dauðamerkið“.

Of mikið loft í þessari æð getur valdið því að nægt blóð berst ekki til lifrarinnar sem hefur í för með sér að hún fær ekki nóg súrefni og vefir hennar byrja að deyja.

Þannig var staðan einmitt hjá kínverska manninum. Læknar reyndu því strax að tappa lofti úr þörmum hans og gáfu honum mikið af vökva og lyf gegn bólgum til að verja lifrina. En því miður virkaði það ekki og að lokum féll blóðþrýstingur hans mikið og hann lést.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans