Sundhedspolitisk Tidsskrift skýrði frá þessu í gær. Nordjyske segir að drengurinn hafi búið á norðanverðu Jótlandi.
Að sögn dönsku smitsjúkdómastofnunarinnar er þetta fyrsta dauðsfallið af völdum COVID-19 í aldurshópnum 10 til 19 ára. Áður höfðu tvö börn á aldrinum 0 til 9 ára látist af völdum COVID-19. Þau voru bæði með alvarlega undirliggjandi sjúkdóma.
Almennt leggst kórónuveiran ekki eins þungt á börn og unglinga og hún leggst á eldra fólk.
Frá því í mars 2020 hafa 2.703 látist af völdum COVID-19 í Danmörku. 9 af hverjum 10 voru með undirliggjandi sjúkdóma. 88% hinna látnu voru eldri en 70 ára og 9% voru á aldrinum 50 til 69 ára.
Fjórir á þrítugsaldri hafa látist, átta á fertugsaldri og 15 á fimmtugsaldri. Þetta kemur fram í tölum frá smitsjúkdómastofnuninni.