fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Lögreglumenn trúðu ekki eigin augum þegar þeir komu inn í húsið

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. október 2021 06:59

Hluti af miðunum sem fundust heima hjá hjónunum. Mynd:FBI

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afsláttarmiðar eru mjög vinsælir í Bandaríkjunum. Með því að safna slíkum miðum og nota geta neytendur sparað sér háar fjárhæðir árlega. Margir notfæra sér þetta á meðan aðrir láta sér fátt um finnast. En svo eru aðrir sem ganga skrefinu lengra og gott betur en það.

Í að minnsta kosti þrjú ár notaði Lori Ann Talens tölvuna sína til að útbúa slíka afsláttarmiða. Henni tókst að ná mikilli færni í þessu og varð sér þannig úti um háar fjárhæðir því hún seldi miðana. Lögreglan segir að um sé að ræða eitt stærsta mál þessarar tegundar frá upphafi.

En það komst upp um Lori að lokum og hún var handtekin og var nýlega dæmd í 12 ára fangelsi fyrir svikin sem eru talin hafa kostað verslanir og framleiðendur 31 milljón dollara. Eiginmaður hennar, Pacifico Talens, sem vissi af þessari iðju Lori og hagnaðist á henni, var dæmdur í sjö ára fangelsi.

Þegar lögreglumenn frá alríkislögreglunni FBI gerðu húsleit heima hjá hjónunum trúðu þeir ekki eigin augum yfir sjóninni sem mætti þeim. Afsláttarmiðar í stöflum og var verðmæti þeirra rúmlega ein milljón dollara.

Einnig fundust tilbúnir miðar í tölvu Lori. CNN segir að hægt hefði verið að nota þessa miða til kaupa á rúmlega 13.000 vörutegundum. Lögreglumenn segja að „Frankenstein-miðarnir“ hafi verið nákvæmlega eins og ófalsaðir miðar.

Í fréttatilkynningu frá FBI kemur fram að Lori hafi náð að finna leið til að breyta strikamerkjum þannig að þau virkuð. Miðarnir litu yfirleitt út fyrir að vera ófalsaðir en skáru sig þó oft út vegna þess upp á hversu háar upphæðir þeir voru. Þetta gerði að verkum að þeir sem notuðu þá fengu vörur oft ókeypis og stundum fengu þeir meira að segja greitt með þeim.

Lori seldi miðana á Internetinu. Hún byrjaði að selja í hópi „áhugafólks um afsláttarmiða“ á Facebook en færði sig síðan yfir á dulkóðaða skilaboðaþjónustu. Til að komast hjá því að upp um hana kæmist tók hún við greiðslum í rafmynt. FBI segir að hún hafi til dæmis fengið 400.000 dollara greidda í Bitcoin.

Það var nafnlaus ábending sem varð til þess að upp komst um Lori.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni