Dómstólinn fann hana seka um að hafa verið félagi í hryðjuverkasamtökum og hlutdeild í morði og glæpi gegn mannkyninu.
Jennifer og eiginmaður hennar, sem var liðsmaður Íslamska ríkisins, fengu sér konu og barn af ættum Jasída og héldu sem þræla á heimili sínu í Mósúl árið 2015 þegar Íslamska ríkið var með borgina á sínu valdi.
„Eftir að stúlkan veiktist og vætti dýnuna sína hlekkjuðu hin ákærða og eiginmaður hennar hana úti í sólinni þar sem barnið leið hræðilegan dauðdaga í miklum hita,“ segir í ákæruskjalinu.
Taha al-Jumailly, eiginmaður Jennifer, hefur einnig verið ákærður fyrir margvísleg afbrot í Írak en önnur réttarhöld fara fram yfir honum.